Search

Gerðu það sem veitir þér hamingju.

Hvað er það sem færir þér þá tilfinningu að vera uppfylltur og að nú sé allt eins og það var alltaf ætlað að vera?

Taktu frá tíma til að staldra við. Án síma, tölvu, krakkarnir sofnaðir, allt er orðið hljótt, lokaðu augunum og hugsaðu um þá hluti sem veita þér hamingju og eins þá hluti sem láta sem draga þig niður og stela frá þér hamingju og spurðu síðan sjálfan þig er ég að beina augum mínum að réttum hlutum get ég stjórnað því andrúmslofti sem ég vil hafa í kringum mig?

Svarið er já og það er aðeins þú sem getur stjórnað þeim hlutum og haft það í hendi þér hvort þú viljir skapa gleði eða leysa neikvæða orku útí andrúmsloftið.

Færðu þig nær þeirri hamingju strax í dag og settu fókusinn á þá hluti sem færa þér gleði, láttu þá lita sérhverja hugsun og verða innblástur fyrir allt sem þú gerir. Þegar þú missir sjónar af því sem skiptir máli þá beindu augum þínum á ný á þá hluti sem færa þér gleði og hamingju.9 views0 comments

Recent Posts

See All

© 2023 www.kabbalah.is 

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon