Search

Af litlum neista verður oft mikið bál.

Ljós Skaparans er ekki hulið á himnum á bakvið skýin þar sem fáir kunna að fá að njóta.

Í raun eru litlir neistar af Skaparanum allt í kringum okkur allstaðar.

Þeir geta verið í fólki, náttúrunni og jafnvel í hlutum sem við teljum að séu líflausir og dauðir.

Þessi staðreynd er ein af mikilvægustu upplýsingum sem kabbalah gefur okkur. Fræðin hvetja okkur að hafa það að markmiði að sjá og viðurkenna alla þá yfirnáttúrulegu neista sem eru allt í kringum okkur og með þeim verkfærum sem kabbalah veitir þá höfum við tækifæri til að hlúa að þeim og sjá þá vaxa og skína skærar og sterkar öllum til góðs.

Í dag er dagurinn til að koma auga á neista Skaparans og leitaðu eftir því að hlúa að þeim í öllu sem þú gerir.5 views0 comments

Recent Posts

See All

© 2023 www.kabbalah.is 

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon